Fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með rekstur sem kjósa að úthýsa fjármálatengdum verkefnum og einbeita sér að kjarnastarfseminni.
Verðlagningu fyrir launaþjónustu ECIT Virtus er stillt upp með þeim hætti að allar stærðir fyrirtækja geti með auðveldum hætti reiknað sér umtalsverðan fjárhagslegan sparnað með útvistun launaumsýslunnar að hluta eða öllu leyti. Í þeim efnum munar mest um sparnað í tíma og mannahaldi. Sparnaður er einnig fólginn í áreiðanleika við greiðslu launatengdra gjalda á réttum tíma og ráðgjöf vegna breytinga og aðlögunar að gildandi regluverki hverju sinni. Hafðu samband við okkur í síma 414-3200 eða sendu okkur línu og fáðu tilboð í þá þjónustu sem hentar.
Í fyrsta lagi til þess að spara tíma og fjármuni. Í öðru lagi vegna þess að þjónusta ECIT Virtus hvað varðar alla umsýslu vegna launa er óháð veikindum, fríum eða fjarvistum. Með fjölda starfsfólks og sterku baklandi er þjónustan einfaldlega innt af hendi á réttum tíma. Í þriðja lagi nefnum við dýrmæta sérþekkingu á regluverki launagreiðslna, fagmennsku í útreikningi þeirra og áreiðanleika í greiðslum. Þannig skapar VIRTUS örugga umgjörð sem veitir viðskiptavinunum svigrúm til að setja orku sína og tíma í önnur og brýnni viðfangsefni. Að auki eiga launakjör að vera einkamál. Útvistun launaumsýslu til VIRTUS er ávísun á fullkominn trúnað á milli fyrirtækisins og starfsfólks þess.