Launasvið

ECIT Virtus rekur eina af stærstu launadeildum landsins og reiknar og afgreiðir í hverjum mánuði rúmlega þrjú þúsund launaseðla.

Bókhaldssvið

Gott bókhald er ávísun á áhyggjuleysi. Betra bókhald getur létt lífið enn frekar. Bókhaldsráðgjöf ECIT Virtus felur í sér allt sem við kemur færslu og afstemmingu á bókhaldi og uppgjöri á virðisaukaskatti. Markmiðið er alltaf að gera gott betra.

Ráðgjafarsvið

Hjá ECIT Virtus er veitt margþætt ráðgjöf varðandi t.d. rekstraruppgjör, stofnun félaga, gerð viðskiptaáætlana, kaup og sölu fyrirtækja, fjárhagslega endurskipuagningu o.m.fl.

Launavél VIRTUS

Hér geta launþegar og launagreiðendur reiknað út allt sem snýr að launum og launatengdum gjöldum. Hægt er að slá forsendur í einhvern af þremur reitunum hér fyrir neðan.

kr.
kr.
kr.
Launaliðir Launþegi Launagreiðandi
Lögbundinn lífeyrissjóður ? 0 kr. 0 kr.
Iðgjald launþega
%
0 kr.
Mótframlag launagreiðanda
%
0 kr.
Endurhæfingarsjóður
%
0 kr.
Séreignarsparnaður ? 0 kr. 0 kr.
Iðgjald launþega
%
0 kr.
Mótframlag launagreiðanda
%
0 kr.
Tryggingargjald ? 0 kr.
Almennt tryggingargjald
%
0 kr.
Atvinnuleysistryggingargjald
%
0 kr.
Gjald í ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrots
%
0 kr.
Markaðsgjald
%
0 kr.
%
0 kr.
Fjársýsluskattur ? 0 kr.
%
0 kr.
Stéttarfélag ?
0 kr. 0 kr.
Undirfélag
Félagsgjöld
0 kr.
Sjúkrasjóður
%
0 kr.
Orlofssjóður
%
0 kr.
Endurmenntunarsjóður
%
0 kr.
Orlof ? 0 kr.
?
%
0 kr.
?
%
0 kr.
?
%
0 kr.
?
%
0 kr.
?
%
0 kr.
Tekjuskattur og útsvar ? 0 kr.
Þrep 1 ?
%
0 kr.
Þrep 2 ?
%
0 kr.
Þrep 3 ?
%
0 kr.
%
0 kr.
Persónuafsláttur ? 0 kr.
Persónuafsláttur þinn
%
59.665 kr.
Persónuafsláttur maka
%
0 kr.
Ónýttur persónuafsláttur
kr.
0 kr.
Ónýttur persónuafsláttur maka
kr.
0 kr.
Samtals: 0 kr 0 kr
Útkoma
Heildarlaun 0 kr.
Útborguð laun 0 kr.
Heildarkostnaður launagreiðanda 0 kr.

ATH. Niðurstöður úr reiknivél eru birtar með fyrirvara um villur.

Spurt & svarað

Launaþjónusta VIRTUS

VIRTUS rekur eina af stærstu launadeildum landsins og reiknar og afgreiðir í hverjum mánuði rúmlega þrjú þúsund launaseðla.

Launaþjónustan er bæði fjölbreytt og margslungin eins og sjá má hér að neðan.

Hér á síðunni er líka hægt að að panta fund til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Hlaup' í skarðið

Hjá flestum minni og meðalstórum félögum á Íslandi eru launamál á hendi fárra aðila og oft á tíðum bara einum. Frí um mánaðarmót, veikindi, uppsögn vinnuveitanda eða starfsmanna o.fl. geta sett strik í reikninginn. 

Viðskiptavinir í "Hlaup' í skarðið" þjónustu VIRTUS tryggja sig fyrir óþægindum og tjóni þegar eitthvað kemur uppá. 

„Hlaup' í skarðið“ þjónusta VIRTUS er nákvæmlega eins og í gamla góða leiknum. Ef einn stekkur óvænt úr hringnum hlaupum við tafarlaust í skarðið og tryggjum það keðjan hvorki rofni né veikist. Við upphaf viðskipta setja sérfræðingar VIRTUS sig inn í málin og tengjast þeim kerfum sem snúa að starfsmanna- og launamálum. Með lágmarksfyrirvara geta þeir fyrir vikið leyst viðkomandi af hólmi og brúað bilið til lengri eða skemmri tíma.

 

Launaútreikningar

Launaútreikningar eru undirbúnir í tíma. Staðfestingar og samþykktar þeirra er aflað áður en launaseðlar eru birtir rafrænt í netbönkum launafólks og laun síðan greidd út.

Fyrirtækin og þarfirnar eru misjafnar. Í samráði við viðskiptavini koma sérfræðingar VIRTUS á ferli sem lágmarkar tíma hvors aðila í daglegri framkvæmd en tryggir um leið það öryggi og trúnað sem nauðsynlegur er þegar um jafn viðkvæmar upplýsingar og raun ber vitni er um að ræða.

 

Greiðsla launa og launatengdra gjalda

Í hverjum mánuði er greitt vegna launa til allt að 30 mismunandi aðila fyrir utan útborguð laun til launþega. Þetta eru lífeyrissjóðir, stéttarfélög, Ríkisskattstjóri, Innheimtustofnun Sveitarfélaga, Tollstjóri o.fl. sem hver hefur sinn gjalddaga.

Útborgunardagur og útborgunartími launa er mismunandi eftir fyrirtækjum og stéttarfélögum. Sérfræðingar VIRTUS leitast við að nýta tæknina til þess að greiða laun þannig að villuhætta sé lágmörkuð. Notast er við rafræn samskipti á milli launakerfa og banka þegar kostur er.

Sé VIRTUS falið að greiða laun og tengd gjöld tryggir viðskiptavinur sig fyrir því að ekki komi til greiðslu álags eða vaxta vegna seinna greiðslna svo lengi sem innistæða er fyrir því sem greiða þarf.

 

Árleg skil á launatengdum gögnum til Ríkisskattstjóra

Í byrjun nýs árs ber að skila margvíslegum gögnum til Ríkisskattstjóra. 

Við skil á gögnum eru launaliðir afstemmdir þannig að Ríkisskattsjóri fái réttar upplýsingar sem birtast í skattframtölum launþega. 

Afstemmingar á launaliðum eftir árið eru jafnframt mikilvægur hluti af afstemmingum bókhalds, undirbúningi ársreiknings og framtals fyrirtækisins. Ef eitthvað þarf að laga er best að það sé gert áður en þessar upplýsingar fara frá félaginu.

 

Vöktun breytinga á kjarasamningum, sköttum og launatengdum gjöldum

Viðskiptavinir í Launaþjónustu VIRTUS fá upplýsingar og áminningar um breytingar á kjarasamningum, sköttum og launatengdum gjöldum um leið og þær liggja fyrir þannig að hægt sé að gera ráð fyrir áhrifum þeirra á áætlanir fyrirtækisins. 

Viðskiptavinir fá jafnframt áminningar um alla gjalddaga launa og launatengda gjalda í tölvupósti.

 

Hýsing launa og útreikningar

Starfsfólk VIRTUS hefur í hverjum mánuði umsjón með útreikningi launa fyrir fjölda viðskiptavina. Í launaumsjón felst allt sem við kemur útreikningi launa og tengdra gjalda auk skila á mánaðarlegum og árlegum skilagreinum til hins opinbera, lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Mikið er lagt upp úr rafrænum samskipum við skil og birtingu upplýsinga og birtast t.d. launaseðlar í netbönkum viðkomandi.

Þegar kemur að útreikningi launa er mikilvægt að stuðst sé við nýjustu lög og reglur um skatta, gjöld og kjarasamninga. Hjá VIRTUS hefur verið fjárfest í þekkingu og hugbúnaði þannig að ávallt sé hægt að veita bestu mögulegu þjónustu á svið launaumsjónar. Með úthýsingu á launum til VIRTUS er öryggi tryggt í meðferð á viðkvæmum upplýsingum.

 

Launareiknivél VIRTUS

Fyrir ofan er öflug launareiknivél þar sem hægt er að reikna laun út frá mismunandi forsendum. Hægt er að reikna laun út frá heildarkostnaði með launatengdum gjöldum, út frá útborguðum launum og eða launafjárhæð. Hægt er að senda niðurstöðu útreikningana í tölvupósti, prenta hann út eða birta á Facebook.

Prófaðu launareiknivél VIRTUS/Payroll hér.

Betra bókhald

Gott bókhald er ávísun á áhyggjuleysi. Betra bókhald getur létt lífið enn frekar. Bókhaldsráðgjöf VIRTUS felur í sér allt sem við kemur færslu og afstemmingu á bókhaldi og uppgjöri á virðisaukaskatti. Markmiðið er alltaf að gera gott betra.

Í bókhaldsráðgjöf VIRTUS felst ráðgjöf um uppsetningu bókhalds með tilliti til þeirra upplýsinga sem ætlunin er að ná fram. Í því felst m.a. ráðgjöf um val á bókhaldskerfi og þjálfun starfsmanna sem koma að bókhaldi hvers fyrirtækis.

VIRTUS vill gjarnan hafa  umsjón með bókhaldi viðskiptavina sinna að öllu leyti en getur líka hlaupið í skarðið og annast það að hluta til eða í afleysingum.

 

Ársuppgjör og framtal

Á hverju ári þurfa einstaklingar og fyrirtæki að telja fram til skatts fyrir liðið ár. Að margvíslegum þáttum þarf að huga og nauðsynlegt er að gera ráðstafanir í tíma áður en að skilum kemur. VIRTUS hefur í fjölda ára aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki við allt sem viðkemur skattskilum.

Betri skattskil eru einfaldlega hluti af betri fjármálum. Þess vegna erum við þar.

 

Greiðsluþjónusta

Greiðsluþjónusta VIRTUS nær til alls sem tengist launum. Sé þess óskað getur VIRTUS þannig annast greiðslu á virðisaukaskatti, staðgreiðslu o.s.frv. auk greiðslu almennra reikninga og annars sem heppilegt þykir að úthýsa. Við markaðsfærum þjónustu VIRTUS undir vígorðinu „betri fjármál“ og leggjum allt í sölurnar til þess að standa undir nafni.

 

Launalausnir

VIRTUS býður einstaklingum og fyrirtækjum fjölbreytta launaþjónustu og verktakabókhald ásamt langþráðu snjallræði fyrir verktaka sem kjósa fremur að þiggja hefðbundnar launagreiðslur frá starfsemi sinni en verktakagreiðslurnar með tilheyrandi fyrirhöfn og freistingum.

 

Reikningagerð

Reikningagerð er grundvöllur alls rekstrar því án hennar koma einfaldlega engar tekjur inn. Ef þú vilt koma fjármálunum í lag er fyrsta skrefið að hafa röð og reglu á reikningunum. Mikilvægt er að rétt sé staðið að reikningagerð, að reikningar séu löglegir og að þeir séu sendir út eins fljótt og auðið er.

Nóta er hluti af VIRTUS, kynntu þér málið á nóta.is

Rekstrarráðgjöf

Hjá VIRTUS er veitt margþætt ráðgjöf varðandi t.d. rekstraruppgjör, stofnun félaga, gerð viðskiptaáætlana, kaup og sölu fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu o.m.fl.

 

Kaup og sala fyrirtækja

Við aðstoðum einstaklinga, félög og fyrirtæki við kaup, sölu eða sameiningu smárra og meðalstórra fyrirtækja.

Auk yfirsýnar og ráðgjafar önnumst við einnig alla verkstjórn í viðkomandi verkefnum. Má þar nefna undirbúning og upplýsingaöflun, greiningu tækifæra, útreikning mismunandi verðmata, uppsetningu á gögnum er varða kostgæfnisathuganir og umsjón með samningagerð.

 

Fjárhagsleg endurskipulagning

VIRTUS aðstoðar við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Í slíkum verkefnum vinnum við náið með stjórnendum til að meta stöðu fyrirtækisins á líðandi stundu,  fara yfir rekstraráætlanir og aðstoða við uppbyggingu nýrra markmiða og leiða með tilheyrandi áætlanagerð sé þess þörf.  VIRTUS leggur mat á skuldabyrði fyrirtækja með tilliti til rekstrarhæfi og leggur fram hugmyndir um nýja fjárhagslega uppbyggingu. Sé þess óskað sér starfsfólk VIRTUS um samskipti og samningaviðræður við lánastofnanir og aðra lánadrottna.

Um VIRTUS

VIRTUS hýsir fjármálatengd verkefni fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir. VIRTUS hefur starfað frá árinu 2001 og eru viðskiptavinir rúmlega 400, innlendir jafnt sem erlendir.

Við leggjum okkur fram um að greina og skilja þarfir viðskiptavinarins og mikilvægi þess að uppfylla þær. Hjá VIRTUS getur þú treyst á gæði, trúnað og persónulega þjónustu.

Þorkell Guðjónsson

Forstjóri
thorkell@virtus.is

Rósa Kristín Stefánsdóttir

Framkvæmdastjóri
rosa@virtus.is

Elísabet Ósk Guðjónsd. Sivertsen

Framkvæmdastjóri Launasviðs / Mannauðsmál
elisabet@virtus.is

Rannveig Lena Gísladóttir

Framkvæmdastjóri Bókhaldssviðs
lena@virtus.is

Guðríður Stella Bogadóttir

Verkefnastjóri á Ráðgjafarsviði
stella@virtus.is

Unnur Karlsdóttir

Sérfræðingur á Þjónustusviði / innheimta
unnur@virtus.is

Björg Axelsdóttir

Sérfræðingur á Þjónustusviði
bjorg@virtus.is

Eva Sif Heimisdóttir

Sérfræðingur á Launasviði
eva@virtus.is

Steinunn Ingvarsdóttir

Sérfræðingur á Launasviði
steinunn@virtus.is

Harpa Gunnarsdóttir

Sérfræðingur á Launasviði
harpa@virtus.is

Oddný Einarsdóttir

Sérfræðingur á Launasviði
oddnye@virtus.is

Sandra Jónsd. Sigríðardóttir

Sérfræðingur á Launasviði
sandra@virtus.is

Stefanía Therese Kristjánsdóttir

Sérfræðingur á launasviði
stefania@virtus.is

Guðrún Halla Einarsdóttir

Sérfræðingur á Launasviði
halla@virtus.is

Agla Úlfarsdóttir

Sérfræðingur á Bókhaldssviði
agla@virtus.is

Björk Bergsdóttir

Sérfræðingur á Bókhaldssviði
bjork@virtus.is

Theódóra Mathiesen

Sérfræðingur á bókhaldssviði
theodora@virtus.is

Ástrós Ósk Jóhannesdóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
astros@virtus.is

Kristjana Jónsdóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
kristjana@virtus.is

Margrét Ása Helgadóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
margretasa@virtus.is

Erla Kr. Skagfjörð Helgadóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
erla@virtus.is

Arna Björg Arnardóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
arna@virtus.is

Ingibjörg B. Sigurðardóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
ingibjorg@virtus.is

Jóna K. Herbertsdóttir

Sérfræðingur á Þjónustusviði
jona@virtus.is

Helga Guðrún Kristinsdóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
helga@virtus.is

Margrét Elíasdóttir

Sérfræðingur á Bókhaldssviði
margret@virtus.is

Jóhanna Harðardóttir

Sérfræðingur á Bókhaldssviði
johanna@virtus.is

Hekla Hannesdóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
hekla@virtus.is

Jón Birgir Magnússon

Sérfræðingur á Ráðgjafarsviði
birgir@virtus.is

Eyjólfur Þór Guðlaugsson

Sérfræðingur á Bókhaldssviði
eyjolfur@virtus.is

Rakel Kristinsdóttir

Sérfræðingur á bókhaldssviði
rakel@virtus.is

Páll Ólafsson

Lögmaður
legal@virtus.is

Hafa samband

Þjónustuver er opið 8-18 virka daga
Skipholt 50d, 105 Reykjavík